https://www.xxzza1.com

Rip Torn er látinn

Bandaríski leikarinn Rip Torn er látinn. Hann lést á heimili sínu í gær, 88 ára að aldri. Í tilkynningu frá fjölskyldu segir að hann hafi dáið friðsamlega við hlið eiginkonu sinnar og tveggja dætra.

Rip Torn vakti athygli í kvikmyndum á borð við Dodgeball, Freddy Got Fingered og Men In Black. Þá vann hann Emmy-verðlaunin árið 1996 fyrir sjónvarpsþættina The Larry Sanders Show.

Margir hafa minnst hans með hlýjum orðum á samfélagsmiðlum í dag.

Auglýsing

læk

Instagram