Auglýsing

Rúmenskir embættismenn eiga í vandræðum með þjóðfána Evrópuríkja: íslenski fáninn miðpunktur enn eins klúðursins

Íslenski fáninn var miðpunkturinn í fánaklúðri rúmenskra embættismanna á dögunum en þeir virðast eiga í töluverðum vandræðum með þjóðfána Evrópuríkja að því er kemur fram í frétt Euronews.

Á fundi borgarstjóra rúmönsku borgarinnar Buzau, Constatin Toma, og sendiherra Bretlands, Paul Brummell, voru fánar ríkjanna staðsettir á borðinu milli þeirra tveggja, en svo virðist sem einhver hafi ruglast og sett íslenska fánann í stað þess breska á borðið.

Borgarstjórinn setti mynd af þeim Brummell á Facebook-síðu sína en þar sést íslenska fánanum stillt upp við hlið hins rúmenska í stað þess breska

Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem rúmenskir ráðamenn klúðra fánamálum hjá breska sendiherranum. Á fundi breska sendiherrans Brummell og yfirvalda í borginni Iasi fyrir tveimur vikum var úreltri útgáfu af breska fánanum stillt upp við hlið sendiherrans en sú útgáfa fánans hefur ekki verið notuð í rúmlega 200 ár.

Á fánann vantar rauðar línur heilags Georgs sem tákna Írland og voru settar á fánann árið 1801

Vandræði Rúmenanna enda þó ekki þar því í athöfn fyrir opnun ræðismannaskrifstofu Eistlands í borginni Constanta fyrir stuttu þurfti eistneski ræðismaðurinn að laga eistneska fánann sjálfur eftir að honum var flaggað öfugt á fánastöngina.

Eistneski ræðismaðurinn tók fánann niður, sneri honum við og flaggaði honum aftur

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing