Rúrik orðinn vinsælasti Íslendingurinn á Instagram

Auglýsing

Rúrik Gíslason sló í gegn á HM í Rússlandi og hefur fjöldi Instagram fylgjenda hans vakið mikla athygli. Rúrik er nú orðinn sá Íslendingur sem er með flesta fylgjendur á Instagram en í dag tók hann fram úr leikaranum og kraftlyftingarmanninum Hafþóri Júlíusi Björnssyni.

Sjá einnig: Þetta eru tíu vinsælustu Íslendingarnir á Instagram,

Rúrik er þegar þetta er skrifað kominn með 1.316.879 fylgjendur en þeim fjölgar stöðugt. Fyrir HM í Rússlandi var Rúrik með 30 þúsund fylgjendur. Hafþór Júlíus er með 1.310.103 fylgjendur þegar þetta er skrifað.

Sjá einnig: Rúrik tjáir sig um alla athyglina: „Erfitt að tala um þetta án þess að virðast hrokafullur”

Auglýsing

Fylgjendum Rúriks fór að fjölga eftir að hann kom inn á sem varamaður í leik Íslands og Argentínu fyrir um tveimur vikum síðan. Stór hluti fylgjenda hans eru Suður-Amerískar konur. Rúrik hefur fengið nokkur spennandi tilboð frá fyrirtækjum í kjölfar allrar athyglinnar en hann segir að þetta muni ekki breyta honum.

 

 

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram