Rúrik og Renata sigurvegarar í þættinum Let´s Dance!

Rúrik Gíslason, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, og atvinnudansarinn Renata Lusin, tryggðu sér í kvöld sigurinn í þýsku útgáfunni af Let´s Dance.

Í þessum úrslitaþætti, sem fram fór í kvöld, dönsuðu þau jive, tangó og frjálsan stíl. Var Rúrik meðal annars klæddur sem þrumuguðinn Þór.

Parið fékk samtals 89 stig frá dómurum, af 90 mögulegum.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Let’s Dance | RTL.de (@letsdance)

Auglýsing

læk

Instagram