Auglýsing

RÚV sýnir æfingaleik karlalandsliðsins á aðalrás en mikilvægan leik kvennalandsliðsins á hliðarrás

Íslenska karlalandslið í fótbolta mætir Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld. Leikurinn er liður í undirbúningi karlalandsliðsins fyrir lokakeppni EM í Frakklandi sem hefst 10. júní næstkomandi.

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir Makedóníu á Laugardalsvelli annað kvöld í undankeppni EM 2017. Leikurinn er afar mikilvægur.

Ríkissjónvarpið sýnir báða leikina í beinni útsendingu en ekki á sömu rás: Karlaleikurinn verður á aðalrás RÚV en kvennaleikurinn á hliðarrásinni RÚV 2, sem nær ekki sömu útbreiðslu og aðalrásin.

Skjáskot af vef RÚV:

Þetta gagnrýnir Silja Runólfsdóttir á Facebook-síðu RÚV í skilaboðum sem hafa vakið talsverða athygli:

„Hvernig stendur á því að æfingaleikur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á mánudag er sýndur á aðalrás RÚV á meðan landsleikur kvennalandsliðsins sem getur tryggt sér þátttöku á EM2017 (myndi telja þann leik skipta miklu máli) er sýndur á hliðarrás RÚV?“

Fyrirspurn Silju hefur fengið talsverðar undirtektir en ekki var búið að svara fyrirspurninni þegar þetta var skrifað. „Miðað við alla þá umræðu og þau skref sem tekin hafa verið í að jafna umfjöllun finnst mér þetta eiginlega bara til háborinnar skammar af sjónvarpi allra landsmanna,“ segir Silja.

Nútíminn hefur haft samband við dagskrárstjóra RÚV og óskað eftir viðbrögðum.

Uppfært kl. 13.45: Dagskrárstjóri RÚV hefur svarað.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing