Auglýsing

Sala á landsliðstreyjunni loksins hafin á ný, löng röð fyrir utan Jóa útherja

Ný sending af íslensku landsliðstreyjunni er loksins komin til landsins. Sala á treyjunni hófst klukkan 21 í Jóa útherja og samkvæmt Facebook-síðu verslunarinnar verður ekki lokað fyrr en treyjan klárast.

Röð byrjaði að myndast fyrir utan Jóa útherja áður en verslunin opnaði kvöld þar sem stuðningsfólk landsliðsins vildu ekki missa af treyjunni áður en hún verður uppseld á ný.

https://twitter.com/viktorlorange/status/749347115143458816

Treyjan er einnig seld í Ellingsen og Músik og sport í kvöld. Treyjurnar komu í öllum stærðum, bæði fyrir börn og fullorðna, en Þorvaldur Ólafsson, framkvæmdastjóri Sport Company ehf. sem er með Errea-umboðið á Íslandi, vildi ekki gefa upp hversu margar treyjur eru að fara í sölu í viðtali á Vísi í kvöld.

Eftirspurnin eykst bara með hverjum deginum og ég á ekki von á að allir fái treyju í kvöld sem vilja en þá verður hægt að nálgast þær í Intersport og Útilíf á morgun,“ sagði Þorvaldur á Vísi.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing