Auglýsing

Sara Björk ósátt með knattspyrnusamband Evrópu: „Á ekki að þurfa að ræða þetta árið 2018”

Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir er ósátt með þá ákvörðun knattspyrnusambands Evrópu að hafa verðlaunaafhendingu félagsins þann 30. ágúst. Pernille Harder, liðsfélagi Söru, er tilnefnd sem knattspyrnukona ársins en hún spilar leik með danska landsliðinu, í keppni á vegum knattspyrnusambandsins, sama dag og verðlaunaafhendingin fer fram.

Pernille vakti sjálf áthygli á málinu á Twitter síðu sinni. Hún sagðist stolt af tilnefningunni en tilkynnir í leiðinni að hún geti ekki mætt. Flest kvennalandslið í Evrópu munu spila dagana í kringum hófið.

Sara og Pernille leika saman hjá Þýskalandsmeisturum Wolfsburg. Þær komust alla leið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á síðasta tímabili þar sem Wolfsburg tapaði gegn Lyon frá Frakklandi.

Sara óskaði Pernille til hamingju með tilnefninguna og gagnrýndi svo ákvörðun knattspyrnusambandsins. Hún bendir á að árið sé 2018 og að þetta eigi ekki einu sinni að vera til umræðu.

Allir þeir karlmenn sem eru tilnefndir eiga ekki leik fyrir höndum 30. ágúst eða 31. ágúst. Hinar tvær konurnar sem eru tilnefndar, þær Ada Heger­berg og Am­andine Henry ættu einnig að komast á hófið. Hegerberg er hætt að spila með norska landsliðinu og þá er Henry hluti af franska landsliðinu sem tekur ekki þátt í undankeppni HM.

Sara Björk er sjálf hluti af íslenska landsliðshópnum sem getur tryggt sig á HM með sigri á Þýskalandi. Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því á Twitter að miðasala á leik hjá kvennalandsliðinu hafi aldrei farið jafn vel af stað.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing