Segir lykilatriði að Sigmundur Davíð þvælist ekki fyrir ef þing á að fara friðsamlega fram

Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir lykilatriði að Sigmundur Davíð „þvælist ekki fyrir“ ef væntanlegt þing eigi að vera friðsamlegt og skilvirkt. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Páls Vals.

Sjá einnig: Þingmaður lét flúra flokkinn á sig í Hollywood

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í kvöldfréttum RÚV í kvöld að ef stjórnarandstaðan vilji kosningar á boðuðum degi, 29. október, þá skuli hún ekki þvælast fyrir frumvörpum sem eiga að draga úr vægi verðtryggingarinnar.

Þetta er augljóslega eitt af stóru málunum þannig að ég geri ráð fyrir því að stjórnarandstaðan vilji kosningar á þessum degi þvælist ekki mjög mikið fyrir.

Páll Valur gerir endurkomu Sigmundar Davíðs að umtalsefni á Facebook-síðu sinni. „Sigmundur Davíð virðist vera kominn í leitirnar aftur en eins og allir vita þá kom hann óvænt heim í sumar,“ segir hann.

„En svo hvarf hann aftur og gaf sér meira segja ekki tíma til þess að vera viðstaddur innsetningu nýs forseta lýðveldsins einn formanna stjórnmálaflokka.“

Hann segir að Sigmundur hafi verið „fjallbrattur“ þegar hann lýsti yfir í fréttum RÚV að kosningar 29. október fari hugsanlega fram ef stjórnarandstaðan verði ekki fyrir.

„Ég tel það aftur á móti lykilatriði fyrir friðsömu og skilvirku sumarþingi að hann sjálfur verði ekki að þvælast fyrir. Það er sá lærdómur sem má draga af þingstörfum síðasta vor,“ segir Páll Valur.

Auglýsing

læk

Instagram