Segja að RÚV hafi komið áleiðis til barna að ríkjandi valdhöfum sé ekki treystandi

Auglýsing

Elín Hirst, þingkona Sjálfstæðisflokksins, og Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýna Ríkisútvarpið í pistli í Fréttablaðinu í dag fyrir að beina pólitískum áróðri að börnum í Stundarskaupinu á gamlársdag.

Elín og Karl segja að RÚV rofið friðhelgi um pólitískt afskiptaleysi sitt gagnvart börnum og brugðist lagalegum og siðferðislegum skyldum sínum.

„Í barnaþættinum mátti sjá forsætisráðherra og fjármálaráðherra þeysast um á gjöreyðingarskipinu „einkavæðarinn“ og tortíma bæði Landspítalanum og Ríkisútvarpinu, á milli þess sem þeir gerðu lítið úr heilbrigðisstarfsmönnum,“ segja þau í pistlinum.

Á öðrum stað í þættinum mátti heyra hvað Eyþór Arnalds hefði verið „leiðinlegur“ á árinu, en þannig vildi til að hann sat í nefnd sem skilaði af sér svartri skýrslu um fjárhag Ríkis­útvarpsins í fyrra.

Þau segja að í barnatímanum hafi þeim skilaboðum verið komið áleiðis til barna að ríkjandi valdhöfum væri ekki treystandi og að þeir vildu eyðileggja grunnstoðir samfélagsins.

Auglýsing

„Pólitískur áróður af hálfu Ríkisútvarpsins sem beinist að börnum er með öllu óásættanlegur, óháð því hvaða stjórnmálamenn eða -flokkar eru þar gerðir að bitbeini,“ segja Elín og Karl.

„Börn eru móttækileg fyrir skilaboðum sem þau hafa ekki fullar forsendur til að gaumgæfa á gagnrýninn hátt. Þetta endurspeglast til dæmis í því að ýmsar tegundir auglýsinga eru bannaðar á barnatíma, einmitt vegna þess hve móttækileg börn eru fyrir þeim.“

Að lokum segja þau að RÚV hafi rofið friðhelgi um pólitískt afskiptaleysi sitt gagnvart börnum og brugðist lagalegum og siðferðislegum skyldum sínum.

„Við köllum hér með eftir því að stjórnendur og starfsfólk Ríkisútvarpsins svari því með afgerandi hætti hvort þau telji ásættanlegt að pólitískum áróðri sé komið fyrir í barnaþáttum þess. Hlustendur Ríkis­útvarpsins, og ekki síður foreldrar, verðskulda svar við því hver afstaða stofnunarinnar er til slíks áróðurs.“

Smelltu hér til að horfa á Stundarskaupið.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram