Sergio Ramos gefur út lag fyrir HM í Rússlandi

[the_ad_group id="3076"]

Sergio Ramos, fyrirliði spænska landsliðsins, gefur út sitt eigið lag fyrir HM í Rússlandi. Lagið heitir „Otra Estrella en tu Corazon“ og má útleggja það sem „Önnur stjarna í hjarta þínu á íslensku“ að því er kemur fram í frétt RÚV

Ramos, sem leikur einnig með Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni, hefur verið á milli tannanna á fólki undanfarnar vikur.  Hann braut á Mohamed Salah, leikmanni Liverpool í úrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni, sem varð til þess að Salah fór meiddur af velli.

Sjá einnig: Hlustaðu á nýja HM lagið með Will Smith

Salah er í leikmannahópi Egypska landsliðsins á HM en óvíst er hvenær hann verður leikfær. Það er því ólíklegt að lagið slái í gegn hjá Egyptum og aðdáendum Liverpool.

Ramos fékk til liðs við sig tónlistarmanninn Demarco Flamenco og hér er útkoman

[the_ad_group id="3077"]

Þetta er þó ekki í fyrsta skiptið sem Ramos gefur út lag en fyrir EM árið 2016 söng hann opinbert lag Spánverja „La Roja Baila“.

Auglýsing

læk

Instagram