Sigmundur Davíð birtir mynd sem spyr fleiri spurninga en hún svarar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, birti mynd á Facebook-síðu sinni rétt í þessu sem hefur vakið verðskuldaða athygli. Á myndinni er búið að stilla hefðbundnu tekexi við hliðina á hráu kjöti sem virðist  vera nautahakk.

Við myndina hefur Sigmundur skrifað: „Einn af mörgum kostum við íslenskt kjöt er að maður þarf ekki að elda það frekar en maður vill.“

Sigmundur flytur ræðu í beinni útsendingu á RÚV í kvöld þegar forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína. Spennandi verður að sjá hvort hann fjalli um kjöt í ræðunni.

Auglýsing

læk

Instagram