Simmi og Jói heiðra minningu Hemma Gunn með hamborgara

Simmi og Jói á Hamborgarafabrikkunni hafa sett saman hamborgara til að heiðra minningu Hemma Gunn. Hemmi lést í júní árið 2013 en ásamt því að eiga samleið í fjölmiðlum voru Hemmi, Simmi og Jói góðir vinir.

„Hemmi Gunn. Sonur þjóðar. Nafnið fyrir löngu orðið hugtak. Eitthvað miklu stærra en einn og stakur einstaklingur og stendur fyrir gleði og kærleik í hugum Íslendinga. Hann hreyfði við fólki,“ segir í tilkynningu frá Hamborgarafabrikkunni. Hamborgarinn heitir einfaldlega: Hemminn.

Simmi og Jói á Hamborgarafabrikkunni áttu góðan vin í Hemma eftir að hafa átt samleið í fjölmiðlum um langt skeið. Hemmi hafði nefnt við strákana að nú væri kominn tími á Hemmaborgara og að hann væri með frábæra uppskrift að hamborgara uppí erminni.

Uppskriftin komst því miður aldrei til skila í dagsins önn og þó að hafi staðið til að koma borgaranum á legg þá féll Hemmi frá áður en það varð að veruleika.

„Og til að heiðra minningu Hemma okkar þá settu kokkar Hamborgarafabrikkunnar saman hamborgara sem við vitum að hann hefði fílað,“ segir Jói í tilkynningunni. „Einfaldur og ljúffengur hamborgari í Brioche brauði með Beikonsultu, chili majói, Barbíkjúsósu og fersku grænmeti.“

Auglýsing

læk

Instagram