today-is-a-good-day

Sindri Snær og Jón Davíð opna fataverslun fyrir konur, Andrea Röfn verslunarstjóri

Herrafataverslunin Húrra Reykjavík er á meðal metnaðarfyllstu verslunum borgarinnar en seinna á árinu ætla eigendurnir Sindri Snær og Jón Davíð að opna nýja verslun fyrir konur.

„Þegar ég og Jón Davíð opnuðum Húrra var það á tveggja til þriggja ára plani að opna aðra verslun og nota sömu hugmyndafræði fyrir kvenþjóðina,“ segir Sindri Snær í samtali við Nútímann.

Nú þegar Húrra Reykjavík er eins og hálfs árs gömul er tíminn kominn. Við finnum fyrir mikilli eftirspurn því við sérhæfum okkur að mörgu leyti í öðru en flestar verslanir á Íslandi.

Sindri bendir á að stíllinn í Húrra Reykjavík sé undir miklum áhrifum frá götutísku þar sem gæði og notagildi mætast. „Strigaskór gegna stóru hlutverki í okkar hugmyndafræði og binda stílinn saman,“ segir hann.

Sindri Snær og Jón Davíð hafa ráðið tískuljónið og fyrirsætuna Andru Röfn Jónadóttir til að reka nýju verslunina.

„Við gætum ekki hugsað okkur betri manneskju en Andreu í starfið en hún býr yfir mikilli þekkingu á þessu sviði ásamt því að hafa ástríðu og metnað,“ segir Sindri Snær.

Enn sem komið er ekki hægt að gefa upp hvar verslunin verður staðsett né hvenær hún opnar en það kemur í ljós mjög fljótlega, að sögn Sindra.

Auglýsing

læk

Instagram