Sindri Þór játar á sig innbrot í tvö gagnaver 

Sindri Þór Stefánsson hefur játað að hafa brotist inn í tvö gagnaver á Suðurnesjum og í Borgarbyggð. Játning Sindra kom fram við aðalmeðferð málsins sem hófst í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Það er Fréttablaðið sem greinir frá þessu.

Sjá einnig: Sindr­­­i Þór borg­­að­­i tryggingu og fór til Spánar

Sex aðilar eru ákærðir í málinu auk Sindra Þórs en þeim er gert að sök að hafa stolið 600 tölvum úr þremur gagnaverum. Sindri játaði að hafa brotist inn í gagnaver í Borgarnesi og í gagnaver Advania á Reykjanesi. Hann neitar hins vegar að hafa brotist inn í gagnaver á Ásbrú í Reykjanesbæ. 

Sindri, sem stundum hefur verið kallaður strokufanginn, komst í heimsfréttirnar fyrr á þessu ári þegar hann strauk af fangelsinu að Sogni og komst um borð í flugvél á leið til Svíþjóðar.

Auglýsing

læk

Instagram