Sjáðu Andy Samberg grína í liðinu á Emmy-verðlaunahátíðinni

Gamanleikarinn Andy Samberg var kynnir á Emmy-verðlaunahátíðinni sem fór fram í Hollywood í nótt.

Upphafsgrínið á þessum hátíðum vekur alltaf sérstaka athygli og Samberg tókst nokkuð vel upp og sagði nokkra mjög góða brandara. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan.

Game of Thrones vann tólf verðlaun hátíðinni, meðal annars sem besti dramaþátturinn, og sló þannig met West Wing, sem vann níu Emmy-verðlaun árið 2000.

Allison Janney vann Emmy fyrir leik sinn í aukahlutverki í þáttunum Mom og Tony Hale tók sömu verðlaun í karlaflokki fyrir Veep.

Jeffrey Tambor var besti gamanleikarinn fyrir Transparent og Julie Louis-Dreyfus var valin besta gamanleikkonan fyrir frammistöðu sína í Veep. The Voice var besti raunveruleikaþátturinn

Jon Hamm vann loksins Emmy fyrir frammistöðu sína í Mad Men, Peter Dinklage fékk verðlaun fyrir aukahlutverk sitt í Game of Thrones, Viola Davis fékk verðlaun fyrir hluverk sitt í How to get Away With Murder og Veep var valinn besti gamanþátturinn.

Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan.

Auglýsing

læk

Instagram