Sjáðu hvernig framlag Íslands verður valið á morgun, erlendir dómarar í fyrsta skipti

Sjö lög keppa um að verða framlag Íslands í Eurovision í maí annað kvöld. Tvær undankeppnir eru að baki og þykir úrslitakeppnin í ár sterkari en oft áður. Í ár eru í fyrsta skipti erlendir dómarar í dómnefndinni.

Sjá einnig: Sjáðu keppendur í Söngvakeppninni reyna að taka lagið í Sleggjunni

Hvernig verður framlagið valið á morgun?

Lögin sjö verða flutt í beinni útsendingu á RÚV og geta áhorfendur eins og áður kosið sitt framlag.

Atkvæði sjö manna dómnefndar vega jafnt á móti símaatkvæðum landsmanna.

Þegar kosningu er lokið verður tilkynnt hvaða tvö lög fengu flest stig og verða þau bæði flutt aftur.

Um leið og flutningurinn hefst verður hægt að greiða atkvæði aftur. Þess ber að geta að þetta er ný símakosning, atkvæði sem greidd voru í fyrri hlutanum gilda ekki í seinni hlutanum.

Úrslitin í einvíginu ráðast eingöngu með símakosningu og kemur dómnefndin ekki nálægt þeim.

Í alþjóðlegu dómnefndinni eru:

Svíþjóð:
Måns Zelmerlöw. Söngvari og sjónvarpsmaður.  Sigurvegari Eurovision söngvakeppninnar 2015.

Ástralía:
Julia Zemiro. Eurovisionkynnir, sjónvarps- leik og söngkona.

Frakkland:
Bruno Berberes. Sjónvarpsframleiðandi.  Í dómnefnd í forkeppnum fyrir Eurovision í Frakklandi og Svíþjóð síðustu ár.  Einn framleiðanda The Voice í Frakklandi.

Serbía:
Milicia Fajgel, umboðsmaður tónlistarmanna. Í sendinefnd nokkurra í landa í Eurovision keppnum í gegnum árin.

Ísland:
Snorri Helgason, tónlistarmaður
Andrea Gylfadóttir, söngkona
Þórður Helgi Þórðarson, dagskrárgerðarmaður á Rás 2

Auglýsing

læk

Instagram