Skiptar skoðanir um víkingaklappið á Muse: „Hvert fer ég til að fá endurgreitt?“

Breska hljómsveitin Muse kom fram á tónleikum í Laugardalshöll í gærkvöldi. Aðdáendur hljómsveitarinnar skemmtu sér vel og kunnu vel að meta þegar söngvarinn Matt Bellay ávarpaði fjöldann á íslensku. Sjáðu myndbandið hér fyrir neðan.

Hljómsveitin vann augljóslega allskonar heimavinnu fyrir tónleikana því víkingaklappið, sem vakti heimsathygli á EM í fótbolta, var tekið nokkrum sinnum.

Aðdáendurnir tóku þó misjafnlega í klappið eins og sést á umræðunni á Twitter, sem fór á flug á meðan tónleikarnir stóðu yfir. Einn segir til dæmis að „blindfullir fávitar“ hafi byrjað víkingaklappið aðeins of oft.

 

Hvað var það eiginlega tekið oft? Tölurnar eru á reiki

Öðrum fannst bara mjög fyndið að hljómsveit á borð við Muse bjóði upp á víkingaklappið

Á meðan aðrir voru alls ekki sáttir við að heyra víkingaklappið í Laugardalshöll

Hjörvar Hafliðason er hins vegar með skilaboð til þeirra sem láta klappið fara í taugarnar á sér

https://twitter.com/hjorvarhaflida/status/762079619252092928

Hér er myndbandið. Klappið hefst á 2.15

Auglýsing

læk

Instagram