Auglýsing

Skotárásin í Hafnarfirði á aðfangadag fyrir dómi: Skutu sex skotum að barninu og föður þess

Aðalmeðferð er hafin við Héraðsdóm Reykjaness í máli þar sem þrír menn eru ákærðir vegna húsbrots og skotárásar inni á heimili fjölskyldu á Hvaleyrarholti í Hafnarfirði á aðfangadagskvöld árið 2023. Þetta kemur fram á fréttavef DV en Nútíminn fjallaði ítarlega um málið í janúar.

„Eitt skot fór í gegnum hægri hurðarstaf og inn í svefnherbergi barnsins þar sem það endaði á milli miðstöðvarofns og gluggakistu.“

Samkvæmt heimildum Nútímans var barnið í herbergi sínu þegar árásin átti sér stað en þar má sjá stóra holu í veggnum eftir skammbyssuskot. Skjót viðbrögð heimilisfólksins urðu til þess að 9 ára gamalt barn, sem og aðrir, urðu ekki fyrir skotum úr skotvopninu.

Flísar úr svefnherbergisvegg barnsins enduðu í andliti þess þegar byssukúlurnar skullu á veggnum.

9 ára gamalt barn rétt slapp við skammbyssuskot á aðfangadag í Hafnarfirði: Brot úr vegg hæfði andlit barnsins

Tilraun til manndráps og fleiri brot

DV greinir frá því í dag að aðalsakborningurinn sé ákærður fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, hættubrot og vopnalagabrot með því að hafa ásamt öðrum manni ruðst grímuklæddur inn á heimilið. Er hann sagður hafa skotið þar án viðvörunar samtals sex skotum úr skammbyssu að níu ára stúlkubarni og föður hennar en faðirinn skýldi barninu á meðan skothríðinni stóð.

„Fjögur skot höfnuðu á vegg hægra megin við inngang herbergisins þar sem þau breyttu um stefnu inn í stofuna þannig að ákoma myndaðist á glerplötu sófaborðs og innra byrði rúðu brotnaði. Eitt skot fór í gegnum hægri hurðarstaf og inn í svefnherbergi barnsins þar sem það endaði á milli miðstöðvarofns og gluggakistu.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing