Sólrún Diego skilur Arnald og Yrsu eftir í rykinu og trónir á toppi bóksölulistans: „Ég er í sjokki“

Auglýsing

Samfélagsmiðladrottning Íslands, Sólrún Diego, trónir á toppi bóksölulistans þessa vikuna með bók sína, Heima. Sólrún skýst fram úr bæði Yrsu Sigurðardóttur og Arnaldi Indriðasyni sem um áraraðir hafa skipt með sér topplistanum. Þessi mikla velgengi bókarinnar kemur Sólrúnu í opna skjöldu.

Sólrún sagði í viðtali við Nútímann fyrr í vetur að bókin væri í anda þess sem hún hefur verið að skrifa um á bloggsíðunni sinni og tala um á Snapchat. „Þetta er svona handbók heimilsins og mun innihalda allt sem við kemur heimilinu. Húsráð, skipulag og bara það sem ég hef verið þekktust fyrir á mínum miðlum,“ sagði hún.

Sjá einnig: Myndaveisla úr útgáfupartíi Sólrúnar Diego: Snapstjörnur, grínistar og vinir fögnuðu saman

Þessi gríðarlegi áhugi fyrir bókinni hefur komið Sólrúnu á óvart. „Þetta er ekki eitthvað sem ég hafði gert mér vonir um og ég er eiginlega bara í sjokki,“ segir Sólrún í samtali við Nútímann.

Auglýsing

Hún segir fylgjendahóp sinn á Snapchat hafa tekið vel í bókina en yfir 25 þúsund manns fylgjast með Sólrúnu á degi hverjum. „Fylgjendur mínir hafa fengið að fylgjast með öllu ferlinu frá uphafi og fengið að tengjast mér og bókinni. Það hefur klárlega hjálpað til,“ segir hún.

Ég hef fengið mikinn stuðning frá fólki sem fylgir mér á Snapchat og ég með það gríðarlega mikils.

Aðspurð um hvort hún ætli ekki að snúa sér næst að sjónvarpi og þá taka að sér að framleiða næstu seríu af þáttunum, Allt í drasli, segir Sólrún það ólíklegt: „Nei ég reikna ekki með því, maður á þó aldrei að segja aldrei,“ segir Sólrún og hlær.

Topplistinn þessa vikuna

 1. Heima – Sólrún Diego
 2. Gatið – Yrsa Sigurðardóttir
 3. Myrkrið veit – Arnaldur Indriðason
 4. Amma best – Gunnar Helgason
 5. Mistur – Ragnar Jónasson
 6. Þitt eigið ævintýri – Ævar Þór Benediktsson
 7. Saga Ástu – Jón Kalman Stefánsson
 8. Sakramentið – Ólafur Jóhann Ólafsson
 9. Útkall, Reiðarslag í Eyjum – Óttar Sveinsson
 10. Minn tími – saga Jóhönnu Sigurðardóttur – Páll Valsson
 11. Sönglögin okkar – Ýmsir / Jón Ólafsson
 12. Vertu ósýnilegur – Kristín Helga Gunnarsdóttir
 13. Flóttinn hans afa – David Walliams
 14. Gagn og gaman – Helgi Elíasson og Ísak Jónsson
 15. 13 þrautir jólasveinanna: jólaskemmtanir – Huginn Þór Grétarsson
 16. Áfram líður tíminn – Marry Higgins Clark
 17. Jól með Láru – Birgitta Haukdal
 18. Smartís – Gerður Kristný
 19. Syndafallið – Mikael Torfason
 20. Þúsund kossar – Jóga – Jón Gnarr
Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram