Star Wars leikkona hætti á Instagram í kjölfar áreitis á samfélagsmiðlum

Kelly Marie Tran sem lék Rose Tico í Stjörnustríðsmyndinni The Last Jedi hefur eytt öllum myndum á Instagram síðu sinni. Undanfarna mánuði hefur hún orðið fyrir miklu áreiti á samfélagsmiðlum að því er kemur fram í frétt BBC.

Leikonan, sem er bandarísk af víetnömskum ættum, var fyrsta konan úr minnihlutahóp til að leika aðalhlutverk í Stjörnustríðsmynd.

Aðdáendur kvikmyndanna voru margir hverjir ósáttir með persónu Tran í myndinni og gagnrýndu hana harkalega. Aðrir hafa beint reiði sinni að leikkonunni sjálfri og stuttu eftir frumsýningu kvikmyndarinnar í desember síðastliðnum fóru henni að berast andstyggilegar og rasískar athugasemdir á samfélagsmiðlum þar sem var lítið gert úr útlit hennar og þjóðerni.

Sjálf hefur leikkonan ekki staðfest að þetta sé ástæðan fyrir að hún eyddi öllum myndunum.

Aðdáendur hennar hafa verið duglegir við að verja leikkonuna á Twitter í dag.

Leikstjóri myndarinnar, Rian Johnson, kom leikkonunni einnig til varnar

Bandaríkjamenn af asískum uppruna hafa einnig bent á mikilvægi þess að sýna fjölbreyttari þjóðerni á kvikmyndatjaldinu

 

Auglýsing

læk

Instagram