Stefán Rafn ráðinn upplýsingafulltrúi Seðlabankans: „Mun sakna þess að flytja fréttir af Brexit, Trump og pöndum frá Kína“

Auglýsing

Fjölmiðlamaðurinn Stefán Rafn Sigurbjörnsson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Seðlabankans. Alls sóttu 51 um starfið. Þetta kemur fram á mbl.is.

Stefán mun yfirgefa Stöð 2, Vísi og Bylgjuna í lok sumars og hefja störf hjá Seðlabankanum. Hann segir að það hafi verið mikill lærdómur að starfa á Fréttablaðinu, Vísi, Bylgjunni og Stöð 2 með einhverju færasta fréttafólki landsins.

„Nú verða vistaskipti og ég mun takast á við ný, spennandi og krefjandi verkefni í lok sumars. Mun samt sakna þess að flytja ykkur fréttir af Brexit, Trump og pöndum frá Kína.“

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Dásamlega gott keto kex

Langbesta keto kexið!

Instagram