Steindi kjaftaði sig út í horn á Rás 2 og lofaði að hlaupa hálfmaraþon: „Það er ekki það mikið“

Grínistinn Steindi Jr. ætlar að hlaupa hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst. Þessu lýsti hann yfir í þættinum Sumarmorgnar á Rás 2 í morgun. Steindi segir að þetta verði ekkert mál og auglýsir eftir góðu málefni til að styrkja.

Steindi var í viðtali við Sölku Sól og Sóla Hólm í Sumarmorgnum þegar það kom í ljós að Sóli hafi fengið áskorun frá Sölku um að hlaupa tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu. „Tíu kílómetra? Það er bara eins og að hlaupa Bankastrætið,“ sagði Steindi léttur.

Ég veit að ég er með smá bumbu en ég gæti hlaupið tíu skítakílómetra. Ég gæti alveg hlaupið hálfmaraþon. Það er ekki það mikið.

Sóli og Salka efuðust reyndar um að hálfmaraþon sé ekkert mál en Steindi var hvergi banginn. „Ég get alveg hlaupið hálfmaraþon. Ég held að það sé ekkert mál. Þetta er ekki það langt. Þetta er soldið út í sjoppu og til baka. Ég lofað ykkur því að ég get það. Ég er klár,“ sagði hann og auglýsti eftir góðu málefni til að styrkja.

Á Twitter viðurkenndi hann svo reyndar að yfirlýsingin sé „ákveðin skita“

Auglýsing

læk

Instagram