Auglýsing

Steindi nær fram hefndum og nefnir hamstur fjölskyldunnar í höfuðið á syni Pétri Jóhanns

Grínistinn Steindi, Sigrún sambýliskona hans og Ronja dóttir þeirra fengu sér hamstur um helgina og nefndu hann Jóhann Berg. Hann er þó ekki nefndur í höfuðið á landsliðsmanni í Burnley heldur syni Péturs Jóhanns Sigfússonar, kollega Steinda.

Steindi sagði frá þessum nýja fjölskyldumeðlimi á Facebook-síðu sinni. „Við gengum framhjá gæludýrabúð í dag, rétt kíktum inn og enduðum á því að rölta út með þennan töffara,“ sagði hann.

Yfir matnum ræddum við nöfn sem kæmu til greina og valið var auðvelt að þessu sinni.

Steindi sagði svo frá því að Pétur og Sigrún, barnsmóðir hans, eigi hund sem heitir Ronja — eins og dóttir Steinda og Sigrúnar. „Okkur fannst við því skyldug til að nefna hamsturinn okkar Jóhann Berg eftir syni þeirra,“ sagði hann.

„Jóhann Berg er strax orðinn partur af fjölskyldunni og líður mjög vel í Mosfellsbænum. Pétur og Sigrún, við skulum endilega taka hitting sem fyrst með Ronju og Jóhann Berg …og þá er ég ekki að tala um börnin.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing