Steven Seagal ítrekar að myndband sem sýnir hann ganga frá tveimur andstæðingum sé raunverulegt

Leikarinn, lögreglumaðurinn og bardagakappinn Steven Seagal ítrekar að myndband sem sýnir hann ganga frá tveimur andstæðingum sé raunverulegt. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

Myndbandið var tekið upp á viðburði í Rússlandi fyrr á árinu og sýnir leikarann henda tveimur mönnum ítrekað í gólfið. Þeir eiga engin svör við brögðum Seagal sem blæs ekki úr nös á meðan sýnikennslan stendur yfir.

Þegar fréttastofa TMZ spurði hann út í málið á dögunum sagðist hann ætla að reyna að vera ekki móðgaður.

Ég er búinn að stunda bardagalistir allt mitt líf — hvernig gæti þetta verið falsað?

Seagal útskýrði málið. Hann sagði að þegar menn finna að það sé verið að fara að handleggsbrjóta þá, þá láta þeir sig detta.

Dæmi hver fyrir sig. Hér má sjá myndbandið.

https://www.youtube.com/watch?v=6ORZPExIKLY

Auglýsing

læk

Instagram