Telja að eitrað MDMA sé í umferð í Reykjavík

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur að mjög sterkt og eitrað MDMA sé í umferð í Reykjavík. Lögreglan leitar nú að manni sem grunaður er um að hafa selt unglingsstúlkunum tveimur sem fundust meðvitundarlausar í miðborginni í vikunni MDMA. Þetta kemur fram á Vísi.

Eins og fram kom á Nútímanum á föstudag fundust tvær fimmtán ára stúlkur meðvitundarlausar á tröppum í miðborg Reykjavíkur á fimmtudag. Talið er að þær hefðu innbyrt MDMA. Þær eru komnar aftur til meðvitundar.

Á Vísi kemur fram að lögreglan hafi gert húsleit vegna málsins um helgina en talið er að maðurinn hafi selt fleirum efnið, sem virðist vera eitrað. Fíkniefni og lyf fundust en sá grunaði er ekki fundinn.

Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá embættinu, segir á Vísi að blandan sem verið er að selja virðist vera mjög sterk og eitruð. „Þess vegna þurfum við að ná þessum manni sem fyrst.“

Auglýsing

læk

Instagram