Alls níu í haldi vegna morðsins

Tveir voru handteknir í dag vegna rannsóknar á morðinu í Rauðagerði. Alls eru níu einstaklingar í haldi lögreglu vegna málsins. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar, í samtali við Fréttablaðið

Búið er að úrskurða sjö í gæsluvarðhald en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort farið verði fram á gæsluvarðhald á þeim sem handteknir voru í dag.

„Við höfum verið að leggja áherslu á yfirheyrslur, úrvinnslu gagna og húsleitir í dag. Þær eru komnar á annan tug. Ég er ekki að bulla þegar ég segi að þetta sé umfangsmikið,“ segir Margeir í samtali við Fréttablaðið

Armando Beqiri var myrtur fyrir utan heimili sitt í Rauðgerði aðfaranótt sunnudags. Hann var 32 ára gamall og lætur eftir sig eiginkonu og ungt barn.

Auglýsing

læk

Instagram