Auglýsing

„Það felst ekki í stjórnarskárvörðum rétti til mótmæla að beita aðra ofbeldi“

„Ég kveiki stundum á alþingisrásinni til að fylgjast með okkar gáfaðasta fólki fara yfir strauma og stefnur í íslenskri pólitík. Veit ekki hvort það er tilviljun en nánast í hvert skipti sem ég horfi stendur sama fólkið úr Flokki fólksins og Pírötum, og stundum Viðreisn, við ræðupúltið,“ skrifar Brynjar Níelsson á Facebook-síðu sína og hnýtir í vinstri vænginn.

„Þessi ríka þörf til að tjá sig í öllum málum bendir annað hvort til alhliða og yfirgripsmikillar þekkingar eða sérstakrar sælutilfinningar að hlusta á sjálfan sig tala,“ skrifar Brynjar Níelsson, fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann segist hallast að hinu síðarnefnda.

Verst er aðförin gegn lögreglunni

„Verst þykir mér þó þessi reglubundna aðför þingmanna á vinstri vængnum gegn lögreglunni í þingsal og fjölmiðlum vegna mála þar sem þeir vita ekkert um atvik eða staðreyndir. Þetta gerist í hvert sinn sem lögregla þarf að hafa afskipti af pólitískum samherjum þeirra í hinum og þessum aktivistahópum, sem virðast ekki geta farið eftir lögum og reglum eða tilmælum lögreglu. Við slíkar aðstæður verður ekki komist hjá valdbeitingu,“ skrifar Brynjar sem starfaði sem aðstoðarmaður fyrrum dómsmálaráðherra, Jóns Gunnarssonar, síðast á þingi.

„Ég vil bara segja við þessa þingmenn að það felst ekki í stjórnarskárvörðum rétti til mótmæla að beita aðra ofbeldi, takmarka frelsi þeirra eða skemma eignir annarra. Rétt er að bæta við að þessi árátta að grafa undir mikilvægum stofnunum, eins og lögreglu, er hættuleg samfélaginu. Það þurfa allir að fara að lögum og reglum, líka þeir sem eru stíflaðir úr frekju og í stöðugri andnauð vegna manngæsku og ríkrar réttlætiskenndar, sem að vísu er mjög valkvæð.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing