Þau sem vildu vera áfram á þingi en náðu ekki endurkjöri, þekkt andlit hverfa af Alþingi

Mikil endurnýjun verður í þingliðinu á komandi kjörtímabili. 17 þingmenn hættu og buðu sig ekki fram í kosningunum og þá voru nokkrir sem náðu ekki kjöri í nótt.

Þetta kemur fram á vef RÚV. 

Össur Skarphéðinsson, Árni Páll Árnason, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Valgerður Bjarnadóttir og Helgi Hjörvar Samfylkingunni misstu öll þingsæti sín. Oddný G. Harðardóttir, formaður flokksins náði inn, en það var þó tvísýnt um tíma.

Karl Garðarsson, Líneik Anna Sævarsdóttir og Willum Þór Þórsson í Framsóknarflokki náðu ekki kjöri og Páll Valur  Björnsson þingmaður Bjartrar framtíðar í Suðurkjördæmi féll út af þingi.

Auglýsing

læk

Instagram