Auglýsing

„Þeir sem segjast ætla að flýja land ef einhver verður forseti eru eins og fýlugjarnir unglingar“

Sjónvarpsmaðurinn Logi Bergmann skrifar pistil um forsetakosningarnar í Fréttablaðið í dag. Eftir að hafa sagt frá nokkrum kunningjum sínum sem eru með ofurtrú á sínum frambjóðendum minnir hann fólk á að það sé ekki verið að verið að velja mann með ofurkrafta.

„Eigum við að vera öll á sömu blaðsíðu? Við erum að velja forseta. Jújú. Hann gerir alveg helling en mest er hann í svona einhverju skaðlausu dundi. Hann er á einhverjum frumsýningum og í boðum og ferðalögum og heimsóknum,“ segir Logi.

Og höfum það alveg í huga að við erum ekki að fara að velja sameiningartákn. Veit einhver hvaðan sá brandari er kominn?

Logi segir að forsetar séu ekki sameiningartákn. „Nema kannski vinur minn í Túrkmenistan, Gurbanguly Mälikgulyýewiç Berdimuhamedow,“ segir hann léttur.

„Við erum ekki að kjósa forseta til að lesa okkur í svefn eða sjá til þess að allir séu vinir. Þetta eru kosningar. Það mun einn vinna og hann verður forseti. Og við þurfum bara að sætta okkur við það. Þeir sem segjast ætla að flýja land ef einhver verður forseti eru eins og fýlugjarnir unglingar sem hóta að flytja að heiman ef foreldrar slökkva á routernum. Þeir þurfa bara knús.“

Logi segist í pistlinum ætla að mæta á kjörstað og segir ákveðna stemningu fylgja því. „Og mér er alveg sama hvað aðrir kjósa. Mér kemur það bara ekki við,“ segir hann.

„En ég held að það sé ágætis pæling að kjósa þann sem þú gætir helst hugsað þér að fara í bíó með. Eða á djammið, eða húsdýragarðinn eða IKEA. Eða bara hvað sem þér finnst skemmtilegt að gera.

Það hvarflar hins vegar ekki að mér að gefa öðru fólki ráð um hvað það eigi að kjósa. Hver myndi svo sem taka mark á ráðum frá manni sem ákvað að fá sér hvítar flísar á eldhúsgólfið hjá sér?“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing