Auglýsing

Þingmaður ósáttur við verðhækkun á Stellu bjórnum: „Stórskrýtið fyrirkomulag hjá einokunarfyrirtæki ríkisins“

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, er ekki sáttur með verðhækkun á Stella Artois bjór í ríkinu. Hann segir að ÁTVR hafi greinilega ekki hagsmuni neytenda í huga og það sé ekki verið að ýta undir eðlilega samkeppni.

Sjá einnig: Stella Artois hækkar aftur í verði

Verð á belgíska bjórnum Stella Artois hefur hækkað en um síðustu mánaðarmót hækkaði verðið á 33 cl flöskum um rúmlega 59 prósent. Ein flaska af bjórnum hafði kostað 219 krónur síðustu þrjá mánuði en kostar nú 349 krónur. Ástæðan fyrir verðlækkuninni í mars var sú að Costco reyndi að fá umboð fyrir sölu á bjórnum.  Vínnes bauð lægra en Costco og sigraði verðstríðið en samkvæmt reglum ÁTVR verður að festa tilboðsverð í þrjá mánuði.

Nú er þessum þremur mánuðum lokið og varan orðin nánast jafn dýr og áður. Costco getur ekki efnt að nýju verðtilboði fyrr en eftir 9 mánuði, eða 12 mánuðum frá hinu síðasta.

Þorsteinn spyr hvaða fyrirtæki í raunverulegri samkeppni myndi láta svona yfir sig ganga. „Costco bauð umtalsvert lægra verð til Vínbúðanna. Þeim aðila sem fyrir sat að viðskiptum við ÁTVR virðist hafa verið boðið að ganga inn í það tilboð. Aðeins þyrfti þó að festa verð í þrjá mánuði og óheimilt væri að leita nýrra verðtilboða næstu 12 mánuði. Og viti menn – að þremur mánuðunum liðnum hækkar verð að nýju í fyrra horf. Þetta er stórskrýtið fyrirkomulag hjá einokunarfyrirtæki ríkisins,“ skrifar hann á Facebook síðu sína.

Í umfjöllun ViðskiptaMoggans um málið í dag kemur fram að Costco hafði engar áætlanir um að hækka verðið á nýjan leik að loknum þremur mánuðum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing