Auglýsing

Þjóðfáni Íslands haldlagður af lögreglunni í nótt

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skráði hjá sér 58 mál í svokallað LÖKE-kerfi en um er að ræða hin ýmsu verkefni sem náðu frá því klukkan 17:00 til 05:00 í nótt.

Ekki þótti lögreglunni mikið af fréttum í þeim verkefnum að finna því það eina sem þeir skráðu og sendu fjölmiðlum er athyglisverð tilkynning sem barst klukkan 02:32 í nótt.

Þá barst lögreglu tilkynning um að þjóðfána Íslands væri flaggað um miðja nótt. Lögreglan fór á vettvang og kannaði. málið og í ljós kom að þjóðfánanum hafði verið flaggað og þar með voru íslensk fánalög brotin. Vegna þessa var fáninn haldlagður vegna málsins.

Fánatími samkvæmt íslenskum lögum

Fána skal eigi draga á stöng fyrr en klukkan sjö að morgni og skal hann að jafnaði eigi vera lengur uppi en til sólarlags og aldrei lengur en til miðnættis.

Ef flaggað er við útisamkomu, opinbera athöfn, jarðarför eða minningarathöfn, má fáni vera uppi lengur en til sólarlags eða svo lengi sem athöfn varir, en þó aldrei lengur en til miðnættis.

Að því er varðar fána á bátum og skipum, skal leita leiðbeininga hjá Landhelgisgæslu Íslands og Siglingamálastofnun ríkisins.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing