Þriðja sería Stranger Things slær áhorfendamet á Netflix

Auglýsing

Þriðja sería Netflix þáttanna vinsælu Stranger Things hefur heldur betur slegið í gegn. Í gær höfðu 40.7 milljón notendur Netflix horft á seríunna frá því að hún kom út 4. júlí. Það er nýtt met hjá Netflix.

Sjá einnig: Allt sem þú þarft að rifja upp fyrir þriðju seríu Stranger Things sem kemur á morgun

Ekki nein kvikmynd eða þáttaröð í sögu Netflix hefur fengið jafn mikið áhorf á sínum fyrstu fjórum dögum í sýningu. Þá hafa 18.2 milljónir nú þegar klárað seríuna.

Það þykir ansi líklegt að fjórða sería þáttanna komi út fyrr eða síðar. Shawn Levy, einn framleiðandi þáttanna, hefur sagt að það muni pottþétt gerast en Netflix hefur enn ekki staðfest þær fréttir.

Auglýsing

Sjá einnig: 10 Netflix þættir sem er þess virði að horfa á

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram