Þúsundir missa af flugi eftir að dróna var flogið yfir Gatwick í London

Þúsundir farþega eru fastir á Gatwick flugvellinum í London en öllum flugum frá flugvellinum hefur verið aflýst í bili eftir að tveir drónar sáust fljúga yfir flugvallarsvæðið. Flugvöllurinn er lokaður í augnablikinu á meðan að rannsókn á málinu fer fram.

Flugi Icelandair frá Gatwick, sem átti að fara í loft klukkan tíu mínútur yfir þrjú í dag, hefur verið aflýst samkvæmt upplýsingum á vef Keflavíkurflugvallar.

Um 110 þúsund farþegar í 760 flugum áttu að fljúga frá flugvellinum í dag en truflun vegna rannsókninnar gæti tekið nokkra daga samkvæmt BBC.

Þeir sem eiga flug til eða frá Gatwick er bent á að kanna stöðuna á því. Flugfélög á borð við Easyjet hafa sent út skilaboð til farþega sinna og sagt þeim að halda sig heima ef fluginu þeirra hefur verið aflýst.

Auglýsing

læk

Instagram