Aflýsa Menningarnótt

Neyðarstjórn Reykjavíkurborgar fundaði í morgun og var tekin sú ákvörðun að aflýsa öllum viðburðum vegna Menningarnætur í Reykjavík, sem halda átti hátíðlega 21. ágúst.
„Við tókum þessa ákvörðun með hagsmuni allra borgarbúa að leiðarljósi. Það er mjög leitt að þurfa að aflýsa þessum frábæra degi aftur. En við þurfum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að stuðla að sem eðlilegustu lífi í borginni og órofinni þjónustu. Þar stendur efst að skólastarf fari fram með eins eðlilegum hætti og hægt er og að raska sem minnst þjónustu okkar við viðkvæma hópa, svo sem aldraða og fatlaða,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs og staðgengill borgarstjóra um ákvörðun neyðarstjórnar í morgun.
Auglýsing

læk

Instagram