Tóku fjölskylduhundinn og seldu hann á eBay

Auglýsing

Bæjarstarfsmenn í þýska bænum Ahlen gerðu fjölskylduhund upptækan og seldu hann á eBay til að greiða fyrir skattaskuld eigandans. Þetta kemur fram á vef BBC.

Bæjarstarfsmennirnir komu á heimili eigandans, konu sem skuldaði skatta, í nóvember og fyrst ætluðu þeir að taka hjólastól sem eiginmaður konunnar notaði. Þar sem hjólastólinn var í eigu tryggingarfyrirtækis, en ekki hjónanna, ákváðu þeir að taka frekar hundinn, hreinræktaða Pug tík sem heitir Edda, því hún var það verðmætasta á heimilinu.

Tíkin var svo seld á eBay fyrir um hundrað þúsund krónur, sem var helmingi minna en kaupandinn, lögreglukona að nafni Michaela Jordan, bjóst við að þurfa að borga fyrir svona hund. Henni fannst verðið grunsamlega lágt, en þegar hún heyrði hvað hafði gerst og var sagt að tíkin væri heilbrigð ákvað hún að kaupa hana.

En Edda þurfti fljótlega læknisaðstoð og síðan í desember hefur hún þurft að fara í fjórar aðgerðir vegna augnvandræða, þar á meðan neyðaraðgerð sem var framkvæmd um jólin. Nú vill Jordan fá bætur fyrir lækniskostnaðinn, rúmlega 240 þúsund krónur.

Auglýsing

Það var sú krafa sem vakti athygli fjölmiðla í Ahlen á málinu. Þeir ræddu við upprunalega eigandann, sem var ekki sátt við hvernig þetta fór allt saman en sagðist samt sætta sig við að það hefði verið löglegt að gera hundinn upptækan. Hún sagðist vita að Edda væri í góðum höndum, en að börnin hennar þrjú söknuðu hennar.

Talsmaður bæjaryfirvalda í Ahlen sagði að það væri ekki vanalegt ferli að gera fjölskylduhundinn upptækan vegna ógreiddra skulda.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram