Trylltust á fótboltaleik og komust beina útsendingu: „Gátum ekki setið á okkur lengur“

Manchester United tapaði fyrir Southhampton á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Nútíminn hefði svo sem ekki sagt frá því undir venjulegum kringumstæðum en …

Sigurmarkið kom á 88. mínútu og Grundfirðingarnir Heimir Þór Ásgeirsson og Tryggvi Hafsteinsson urðu vitni að ósigrinum. Þegar markið kom gátu þeir ekki setið á sér og öskruðu á Van Gaal, stjóra Manchester United.

Nema hvað, myndavélarnar voru ekki langt undan og milljónir sjónvarpsáhorfenda sáu félagana öskra. Þetta kemur fram á Fótbolti.net.

Í sjónvarpsútsendingu frá leik Manchester United og Southampton um helgina mátti sjá Íslendinga koma í mynd eftir að Charlie Austin skoraði sigurmarkið undir lok leiks.

„Við vorum að láta Van Gaal heyra það,“ segir Heimir í samtali við Fótbolta.net.

Við þolum ekki manninn. Þarna voru Southampton nýbúnir að skora og við gátum við ekki setið á okkur lengur og trylltumst. […] Við vorum líka búnir að ákveða það áður en við fórum út að láta vel í okkur heyra ef leikurinn yrði leiðinlegur.

Auglýsing

læk

Instagram