Underworld kemur fram á Sónar Reykjavík í mars

Breska danstónlistarsveitin Underworld kemur fram á tónlistarhátíðinni Sónar Reykjavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar en hátíðin fer fram 16. og 17 mars í Hörpu.

Underworld er ein stærsta danstónlistarsveit heims en hún var stofnuð í Cardiff árið 1980. Sveitin hefur einu sinni áður spilað hér á landi en það var árið 1994.

Meðal þeirra tónlistarmanna sem áður hefur verið tilkynnt að komi fram á Sónar Reykjavík 2018 eru Danny Brown (BNA), TOKiMONSTA (BNA), Lindström (Nor), Nadia Rose (Bre), Ben Frost (Ást/Ísl), Lena Willikens (Þýs), Jlin (BNA), Denis Sulta (Bre), Cassy b2b Yamaho (Bre/Ísl), Kode9 x Köji Morimoto (Bre/Jap), Bad Gyal (Spá), Lorenzo Senni (Íta), Lafawndah (Fra), Moor Mother (BNA), Bjarki, Högni, Hildur Guðnadóttir, Vök, Jói Pé x Króli, Joey Christ, Eva808, Blissful, Flóni og Reyjavíkurdætur.

Auglýsing

læk

Instagram