Ung kona sakar Helga Hjörvar um áreitni á ráðstefnu í Helsinki – Ásakanir sagðar umtalaðar innan Samfylkingarinnar

Ung erlend kona hefur sakað Helga Hjörvar, fyrrverandi þingflokksformann Samfylkingarinnar, um kynferðislega áreitni á ráðstefnu Norðurlandaráðs í Helsinki árið 2012. Það er Stundin sem greinir frá en á þessum tíma var Helgi formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs og þingmaður.

DV greindi frá því í gær að nokkrar konur hefðu stigið fram og sakað Helga um alvarlega kynferðislega áreitni. Fram kemur í frétt DV um málið að nafnlaust bréf  hafi borist Samfylkingunni árið 2016 þar sem fram kom að nokkrar konur sökuðu Helga um kynferðislega áreitni.

Í frétt Stundarinnar um málið kemur fram að ásakanir gagnvart Helga hafi verið umtalaðar innan Samfylkingarinnar um nokkurt skeið og sett mikinn svip á kosningabaráttu flokksins í Reykjavík.

„Konum í kringum framboð Samfylkingarinnar var mjög misboðið,“ er haft eftir einum viðmælanda Stundarinnar en nánar má lesa um málið hér.

Auglýsing

læk

Instagram