today-is-a-good-day

Veðurguðirnir leika Ingó grátt: Fastur á hóteli í Ástralíu í 40 klukkutíma eftir að fellibylurinn Debbie gekk yfir

Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson og Rakel Hjaltadóttir hafa verið lokuð inni á hóteli í rafmagnsleysi í 40 klukkutíma í strandbænum Airlie Beach í Queensland í Ástralíu. Þetta kemur fram á fréttavefnu Sunnlenska.is.

Bærinn varð illa úti í fellibylnum Debbie sem tók land í Ástralíu en vindhraðinn náði allt að 73 metrum á sekúndu. „Það er lítill matur, lítið símasamband og engin birta,“ segir Ingó í samtali við Sunnlenska.is.

Við náðum smá hleðslu á símana í bílnum hjá hótelstjóranum og gátum þannig látið vita að okkur. Ástandið hérna er ótrúlegt. Öll tré eru meira og minna fallin og úti um allt eru þök sem hafa fokið af húsum.

Ingó segir að vegir séu lokaðir vegna flóða og að núna séu þrumur og eldingar.

Ingólfur segir að Íslendingurinn hafi aldrei séð annað eins. „Ég var með einhvern Íslendinga hroka áður en þetta byrjaði. Við fengum viðvörunarbréf frá hótelstýrunni og ég sagði Rakel bara að henda því. Þetta væri örugglega bara smá rok,“ segir hann á Sunnlenska.is.

Auglýsing

læk

Instagram