Veðurspár fyrir yfir níu þúsund staði á nýjum veðurvef Blika.is

Nýr veðurvefur Blika.is býður Íslendingum upp á að sjá veðurspá fyrir öll lögbýli landsins og fjölmörg eyðibýli að auki. Með vefnum Blika.is hafa bæst við 6 þúsund staðsetningar fyrir veðurspá.

Fyrir voru um 3 þúsund örnefni, veðurstöðvar, skálar og gististaðir á landinu. Líka sumarhúsalönd, golfvellir, veiðihús, eyjar, fjallstindar og fleira um land allt.

Blika.is tengir saman skrár yfir örnefni og fínkvarða veðurspár ekki ósvipað og „norsku“ spárnar sem margir þekkja á yr.no. Blika.is reiknar hinsvegar sitt eigið veðurlíkan í hraðvirkum tölvum fjórum sinnum á dag í þéttriðnu neti með klukkustundar upplausn.

Veðurþjónustan á blika.is er öllum opin og aðgengileg. Vefurinn er einfaldur, hraðvirkur og einnig sérstaklega sniðinn að snjallsímum. Skoðaðu vefinn með því að smella hér.

Auglýsing

læk

Instagram