Vigdís Hauks spáði rétt fyrir um framtíð sína

„Þetta er heimasíða um líf mitt og störf í gegn um tíðina, og það get ég sagt ykkur að ég hef fengist við ýmislegt og er sko hvergi nærri hætt,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, á heimasíðu sem hún setti upp á meðan hún var í námi á Bifröst.

Vigdís spáði heldur betur rétt um framtíð sína þar sem hún hefur látið til sína taka svo eftir hefur verið tekið síðustu ár. Í dag er hún formaður Fjárlaganefndar og einn umdeildasti þingmaður landsins.

Á vefsíðunni segir Vigdís meðal annars frá fjölskyldu sinni, náminu og blómlegum blómaskreytingarferlinum:

Frá því ég man eftir mér hef ég verið með „græna putta“. Það lá því beinast við er ég sleit barnsskónum að fara í Garðyrkjuskóla ríkisins. Þar nam ég á ylræktarbraut og útskrifaðist sem garðyrkjufræðingur 1984. Við tók deildar- stjórastaða í Blómaval en 1987 fór ég í blómaskreytingaskóla til Danmerkur og útskrifaðist þaðan sama ár.

Framsóknarmennskan er svo að sjálfsögðu ekki langt undan:

Ég fæddist með risastórt framsóknarhjarta og hef allatíð verið framsóknarmaður. Snemma gekk ég til liðs við flokkinn og hef fengist við ýmislegt innan hans. Ég hef gengt fjölmargra trúnaðarstarfa fyrir flokkinn og er stolt að segja frá því að ég sé framsóknarmaður.

Smelltu hér til að skoða síðuna.

Auglýsing

læk

Instagram