Vinkonubrönsinn gerir allt vitlaust á Twitter: „Þetta var pjúra einlægni”

Nýtt æði hefur gripið um sig hjá Íslendingum á Twitter. Þar segja notendur sögur úr „bröns” sem vina- og vinkonuhópar áttu um helgina.

Það var Kristín Sólveig  Kormáksdóttir sem byrjaði þetta allt saman þegar hún sagði frá því þegar hún hitti vinkonur sínar í bröns um síðustu helgi. Þar sagði hún frá því hvað væri að frétta úr lífi vinkvenna sinna sem höfðu allar stór tíðindi að segja frá. Þegar kom að henni var ekki alveg jafn mikið að frétta.

„Kötturinn minn kom heim með fugl nr.18 í gær,” skrifaði Kristín.

Tíst Kristínar vakti mikla athygli en þegar þetta er skrifað hafa 423 kunnað að meta það. Kristín segir í samtali við Nútímann að hún hafi ekki búist við þessum viðbrögðum.

„Þetta var bara pjúra einlægni um það hvað ég virðist vera með mikið niðrum mig miðað við vinkonur mínar.”

Kristín segist hafa tekið sér símapásu daginn eftir að hún tísti þetta en þegar að hún kíkti á símann í morgun hafi beðið hennar skilaboð frá vinkonu hennar sem benti henni á að kíkja hvað væri í gangi á Twitter.

„Ég kíkti og þá flæddi allt af bröns tístum sem er búið að vera ansi fyndið að lesa yfir,” segir Kristín.

Hér að neðan má sjá brot af þessum tístum sem er, líkt og Kristín segir, ansi fyndið að lesa yfir

Auglýsing

læk

Instagram