Auglýsing

Vinsælustu rafrettur landsins bannaðar frá og með deginum í dag: Hvað gerum við þá?

Ein skrítnustu lög sem voru samþykkt á síðasta ári voru breytingar á reglugerð númer 992 frá árinu 2022 sem fjallar um tilkynningar um markaðssetningu, auk leyfisveitinga, og innihaldsefni nikótínvara, rafrettna og áfyllinga fyrir rafrettur sem innihalda nikótín. Breytingarnar þýða að einungis er heimilt að setja á markað og flytja inn rafrettur sem geta að hámarki innihaldið 2 ml af nikótínvökva. Þá er einungis heimilt að flytja inn og selja áfyllingarílát fyrir rafrettur sem geta innihaldið að hámarki 10 ml af nikótínvökva.

Einungis er heimilt að setja á markað rafrettur, þ.m.t. einnota rafrettur, eða hylki fyrir rafrettur, sem geta innihaldið að hámarki 2 ml af nikótínvökva. Einungis er heimilt að setja á markað áfyllingarílát fyrir rafrettur sem geta innihaldið að hámarki 10 ml af nikótínvökva.

Hvað þýðir það fyrir hinn almenna neytanda sem hefur hingað til nýtt sér rafrettur til þess að hætta að reykja sígarettur? Jú. Allar vinsælustu rafrettur landsins eru bannaðar frá og með deginum í dag – daginn sem breytingarnar tóku gildi. Því ber þó að halda til haga að verslanir mega selja það sem þau eiga á lager þangað til í sumar en ljóst þykir að þær birgðir klárast fljótt þegar neytendur átta sig á þessari breytingu.

Óljósar ástæður fyrir banninu

Nútíminn verður að viðurkenna að þrátt fyrir töluverða leit af upplýsingum á veraldarvefnum er ekki ljóst hvers vegna heilbrigðisráðuneytið ákvað að breyta þessari reglugerð. Búið er að senda fyrirspurn á ráðherra og er nú beðið eftir svörum. Það er erfitt að ímynda sér hvað hafi orðið til þess að Willum Þór Þórsson hafi sóst eftir umræddum breytingum því það gefur augaleið að rafrettur hafa orðið til þess að fjölmargir Íslendingar hafi slökkt í síðasta sígarettustubbnum.

Jón Þór deyr ekki ráðalaus og býður upp á græjur sem falla undir nýju reglugerðina.

En hvað gerum við þá? Nútíminn tók tal af eiganda King Kong á Höfðanum en sá heitir Jón Þór Ágústsson. Hann, eins og við hjá Nútímanum, skilur ekki afhverju ráðist var í umræddar breytingar.

Snýr vörn í sókn

„Nei, ég veit hreint út sagt ekki alveg ástæðuna fyrir þessum breytingum. Mér finnst þetta stangast harkalega á við umhverfismál,“ segir Jón Þór og bendir á að með þessari löggjöf verði enn meiri „úrgangur“ sem fylgi rafrettunotkun því neytendur þurfi oftar að skipta um áfyllingar og þá þurfi þeir að kaupa fleiri áfyllingarílát. Jón Þór ætlar þó ekki að leggja árar í bát heldur snúa vörn í sókn og hugsa jákvætt.

„Það þarf bara að horfa á þetta með jákvæðum augum enda ekkert við þessu að gera. Þar sem þessar reglur hafa verið í gildi í mörgum öðrum löndum í töluverðan tíma að þá er búið að þróa fullt af flottum lausnum og græjum sem eru mjög góðar og koma til með að fara á markað hér á landi fljótlega í stað þeirra sem hafa verið,“ segir Jón Þór sem hefur nú þegar flutt til landsins græju sem leysir þetta nýja vandamál og er „lögleg“ eftir breytingarnar.

Nýjar græjur vegna nýrra breytinga

„Já ég er kominn með eina græju sem heitir Trix Bar 2800. Hún tekur fjögur 2 ml hylki og það er hægt að vera með 4 brögð í henni á sama tíma. Svo skiptir þú bara á milli bragðtegunda með léttum snúning,“ segir Jón Þór og bendir á að græjan sjálf sé margnota en hylkin einnota. En þetta er ekki eina lausnin segir Jón Þór.

Trix 2800 er græja sem er lögleg eftir breytingarnar sem tóku gildi.

„Nei það eru margar mjög góðar græjur væntanlegar til landsins á komandi vikum og mánuðum,“ segir Jón Þór sem vill þó ekki fara út í hvers konar græjur það eru af samkeppnisástæðum.

„Ég geri einnig ráð fyrir því að margir færi sig svo yfir í margnota græjur og ég mun líklega stórauka úrvalið af vökvum eftir því sem líður á árið.“

En áttu lager af þessum einnota rafrettum sem hafa verið hvað vinsælastar á Íslandi?

„Já ég á alveg töluverðan lager, en svo er það eins og ég nefndi hér áðan að þá veit ég ekki alveg hvað er of mikið eða of lítið, því fólk er ennþá að uppgötva King Kong og það er stöðug aukning nýrra viðskiptavina sem ganga inn um dyrnar á hverjum degi.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing