Auglýsing

Vítalía búin að kæra kynferðisbrot: „Stór dagur fyrir mig“

Vítalía Lazareva hefur lagt fram kæru vegna kynferðisbrots. Hún greinir frá þessu sjálf á Twitter síðu sinni í morgun. Mennirnir sem um ræðir í máli Vítalíu eru þeir Arnar Grant, Ari Edwald, Hreggviður Jónsson, Logi Bergmann Eiðsson og Þórður Már Jóhannesson.

Mál Vítalíu vakti mikla athygli í upphafi ársins. Hún greindi frá sambandi sínu við giftan mann, áðurnefndan Arnar Grant, og ofbeldi sem hún varð fyrir.  Allir mennirnir hafa annað hvort stigið sjálfir til hliðar eða verið sagt upp störfum.

Vítalía segir frá kynferðisbrotakærunni á Twitter þar sem hún skrifar:

„Stór dagur í dag fyrir mig og vonandi fyrir betra samfélag.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing