Yoko Ono veitir Jóni Gnarr 6 milljóna styrk

Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, er á meðal þeirra sem Yoko Ono heiðrar með friðarstyrk LennonOno á vegum Imagine Peace-samtakanna. Styrkurinn er upp á 50.000 dali, eða um sex milljónir króna.

Á vefsíðu samtakanna kemur fram að Jón fái styrkinn vegna þess að hann sýndi að pólitík er fyrir fólk með starfi sínu fyrir Besta flokkinn. Ono styrkir einnig Jann Wenner, útgefanda tímaritsins Rolling Stone, Jeremy Gilley, stofnanda samtakanna Peace One Day og Doreen og Yvonne Force Villareal, stofnendur listasamtakanna Art Production Fund.

Á meðal þeirra sem hafa einnig fengið styrkinn eru Lady Gaga, Pussy Riot og Ísland. Styrkirnir verða afhentir í Reykjavík á afmælisdegi John Lennon, 9 október.

Auglýsing

læk

Instagram