Auglýsing

Youtube-stjarna á yfir höfði sér fimm ára fangelsi fyrir að spila Pokémon Go í kirkju

Rússneska Youtube-stjarnan Ruslan Sokolovsky á yfir höfði sér fimm ára fangelsisdóm eftir að hafa tekið upp myndband sem sýnir hann spila Pokémon Go í kirkju í heimalandi sínu. Þetta kemur fram á vef The Guardian.

Myndbandið sem um ræðir hefur nú verið skoðað tæplega milljón sinnum. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan.

Í yfirlýsingu frá lögregluyfirvöldum kemur fram að hinn 21 árs gamli Sokolovsky sé ákærður fyrir að vanvirða trú og kynda undir hatur. Hann var úrskurðaður í tveggja mánaða gæsluvarðhald og þarf að bíða þar til mál hans verður tekið fyrir hjá dómstólum landsins.

„Hvernig er hægt að móðga með því að fara inn í kirkju með snjallsíma? Ég veit að það er í lagi og ekki brot á lögum,“ er haft eftir Sokolovsky á vef The Guardian.

Málið hefur vakið mikla athygli í Rússlandi. Borgarstjóri heimaborgar Sokolovsky mótmælir ákvörðun lögregluyfirvalda harðlega og segir að ekki sé hægt að handtaka menn fyrir að haga sér heimskulega.

Á Twitter reynir fólk að koma Youtube-stjörnunni til hjálpar og nota kassamerkið #SaveSokolovky til að vekja athygli á málinu.

Umrætt myndband má sjá hér fyrir neðan

https://youtu.be/PfMn1yahGYk

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing