today-is-a-good-day

Hvöttu mann til að fara út í fellibylinn Irmu og leita af Pokemon

Forsvarsmenn tölvuleiksins, Pokemon Go hafa fengið talsverða gagnrýni fyrir skilaboð sem þeir sendu notendum sýnum í síðustu viku. Það voru ekki skilaboðin sem slík sem ullu reiði heldur tímasetningin því fellibylurinn Irma stóð sem hæst þegar skilaboðin voru send út. 

Twitter notandinn, Return the Hunter fékk skilaboðin og birti skjáskot á Twitter sem breiddist eins og eldur um sinu um netheima. Þar má sjá að Hunter fékk viðvörun vegna fellbylsins á sama tíma og hann var hvattur til að fara í næsta almenningsgarð til að veiða Pokemon.

Tístið vinsæla má sjá hér að neðan.

Auglýsing

læk

Instagram