DAVÍÐ HELGASON græðir tugi MILLJARÐA á hugbúnaði sem POKEMON GO og fleiri nýta til að útbúa forrit fyrir snjallsíma!

Davíð Helgason er tugmilljarða virði ef verðmat á hlut hans í hugbúnaðarfyrirtækinu Unity breytist ekki mikið við fyrirhugað frumútboð í kauphöllinni í New York. Hann á 4,4% hlut í Unity sem er hátt i 40 milljarða virði að mati sérfræðinga.

Davíð Helgason stofnaði félagið undir öðru nafni í Danmörku árið 2004 ásamt Nicholas Francis og Joachim Ante. Davíð var forstjóri til ársins 2014 en situr nú í stjórn félagsins.

Unity Game Engine keyrir á 1.5 milljarði snjalltækja og 53% af 1000 stærstu tölvuleikjum í Google Play og App Store nota Unity. Árið 2016 kom út Pokemon Go sem notar tækni Unity en sá leikur er einn sá stærsti í sögu farsímaleikja. Eftir það má segja að Unity hafi slegið rækilega í gegn.

Helsti keppinautur Unity er Unreal Engine frá Epic fyrirtækinu en nú standa yfir miklar deilur milli Apple og Epic sem meðal annars leiddu til þess að leikurinn Fortnite var fjarlægður. Fréttir herma að hönnuðir forrita séu orðnir hræddir við að nota Unreal og skipti hratt yfir í annan hugbúnað.

Þetta gæti gefið Unity ennþá betri stöðu á markaðnum en félagið hefur verið að auka tekjur sínar gríðarlega síðustu ár. Það hefur þó ekki skilað hagnaði ennþá en allt stefnir í mikinn gróða ef áætlanir ganga eftir.

Einn styrkleiki Unity er hversu vel gengur að laða að notendur sem ekki eru í tölvuleikjagerð. Unity Engine er notuð af arkítektum. kvikmyndaframleiðendum og bílaverksmiðjum um allan heim. Um 76% af tekjunum koma nú frá aðilum utan Bandaríkjanna.

Hér má sjá nokkra nýja og væntanlega tölvuleiki sem nota Unity Engine:

2020
Bendy and the Dark Revival
Bug Fables: The Everlasting Sapling
Cooking Mama: Cookstar
Fall Guys: Ultimate Knockout
Frog Fractions: Game of the Decade Edition
Iron Man VR
Helltaker
Jump Rope Challenge
Kerbal Space Program 2
League of Legends: Wild Rift
Legends of Runeterra
NASCAR Heat 5
Oddworld: Soulstorm
Ooblets
Ori and the Will of the Wisps
PGA Tour 2K21
Pokémon Mystery Dungeon: Rescue Team DX
Realm of the Mad God
Temtem
Tony Stewart’s Sprint Car Racing
Wasteland 3

Auglýsing

læk

Instagram