Zara í Svíþjóð gagnrýnd fyrir umdeildan kjól: þykir líkjast fötum fanga í útrýmingarbúðum nasista

Auglýsing

Spænska fatakeðjan Zara hefur sætt mikilli gangrýni á samfélagsmiðlum í Svíþjóð eftir að Christine Aveholt Franzén birti mynd af kjól úr verslun Zöru í Uppsala henni þótti líkjast fötum fanga í útrýmingarbúðum nasista í síðari heimsstyrjöldinni.

Christine birti tvær myndir í færslu á Facebook-síðu sinni í síðustu viku. Myndin til vinstri var tekin í Auschwitz og sú til hægri í verslun Zöru 8. ágúst síðastliðinn.

„Er þetta tíska árið 2018? Ósmekklegt og ógeðslegt”“

Christine segir í samtali við Aftonbladet að hún og vinkona hennar hafi verið í versluninni að skoða föt þegar þær komu auga á kjólinn. Hann hafi strax minnt þær á föt fanga í útrýmingarbúðum nasista og þær hafi báðar stirðnað upp og fengið ónotatilfinningu þegar þær sáu kjólinn.

Auglýsing

„Ég hef komið í margar útrýmingarbúðir og séð fötin sem fangarnir þurftu að klæðast. Þessi kjóll hefði allt eins getað verið á safninu í Auschwitz.“

Hún sagðist ekki vilja kenna starfsfólki verslunarinnar um og setti því myndina af kjólnum á Facebook og fékk strax sterk viðbrögð. Færslunni hefur verið deilt 200 sinnum og yfir 300 athugasemdir eru komnar við hana.

Christine hefur ekki fengið nein svör frá fatakeðjunni en vonar að hún hætti að selja kjólinn. „Það ætti að taka kjólin úr umferð strax. Ef ég væri gyðingur myndi ég ekki vilja sjá þennan kjól til sölu, hann normaliserar morð á sex milljón gyðingum og rómafólki.“

Zara hefur ekkert tjáð sig um málið en talsmaður sagði Aftonbladet að fyrirtækið vissi af gagnrýninni en ætli ekki að tjá sig meira  um málið.

Kjóllinn virðist ekki vera seldur í verslun Zöru á Íslandi eftir því sem Nútíminn kemst næst.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram