Zlatan er maður orða sinna og stendur við veðmálið sitt við David Beckham

Auglýsing

Fótboltastjarnan Zlatan Ibrahimovic ætlar að standa við sinn hluta verðmáls sem hann gerði við David Beckham þegar Svíþjóð og England mættust í 8-liða úrslitum á HM fyrr í sumar.

Zlatan skoraði Beckham á hólm á samfélagsmiðlum í aðdraganda leiks Svíþjóðar og Englands og sagðist ætla að bjóða Beckham út að borða hvar sem hann vildi í heiminum skyldi England vinna en ef Svíþjóð bæri sigur úr býtum þyrfti Beckham að kaupa hvað sem hann vildi úr Ikea.

Sjá einnig: Zlatan skorar Beckham á hólm: „Ef Svíþjóð vinnur kaupir þú hvað sem ég vil úr Ikea“

Beckham tók veðmálinu en sagði að ef England ynni þyrfti Zlatan að mæta á landsliðsleik með Englandi í landsliðstreyjunni og gæða sér á fisk og frönskum (e. fish and chips) eins og sannur Englendingur.

Auglýsing

Zlatan er maður orða sinna og sagðist ætla að mæta á leik.

„Ég þarf smá tíma til að jafna mig á tapinu en ég er spenntur fyrir leiknum,“ segir Zlatan með bros á vör í myndbandinu hér að neðan

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram